There was an error performing the search

Lénið er laust. Skrá lén

 ()
Skráning vottuð af ISNIC

 
Signað Ekki signað
Skráning vottuð af ISNIC

 

25. jún. 2010

ICANN nr. 38 fjallaði mest um öryggismál

Öryggi Internetsins var efst á baugi á 38. almenna fundi ICANN, sem fram fór í vikunni í Brussel. ICANN fer með samræmingu og stjórn Internetsins fyrir hönd IANA, sem ISNIC er aðili að. Misnotkun léna í ólöglegum tilgangi er eitt helsta áhyggjuefni þeirra sem starfa að rekstri grunnkerfa Internetsins á heimsvísu. Hlutverk grunnskráningaraðila (e. registry) eins og ISNIC er, er m.a. að afla og viðhalda réttum upplýsingum um rétthafa léna í svokölluðum Whois-gagnagrunni og gera þær aðgengilegar.

Sammerkt með þeim lénum sem hafa fallið í áliti og trausti vegna misnotkunar (dæmi: .info, .biz, .net, .tk, .ru, .cn) er að svonefndum Whois-upplýsingum um mörg þeirra er bæði erfitt treysta og að nálgast. ISNIC kappkostar að birta opinberlega traustar og haldgóðar "Whois-upplýsingar" um .is lén á vef sínum og mun gera svo áfram. Með því að viðhalda traustum og opnum Whois-gagnagrunni er öryggi og traust .is léna best tryggt.

Veftré
Fara upp