30. ágú. 2002

30. ágú. 2002

Breyting á reglum um skráningu léna.

Sú breyting verður gerð 1. október n.k. að greiðandi kemur í stað tengiliðs greiðanda. Grein 1.1.6. í reglum ISNIC breytist sem hér segir:

1.1.6. Greiðandi
Greiðandi tekur við tilkynningum/reikningum vegna léngjalda og ber ábyrgð á greiðslu þeirra. ISNIC getur uppfært upplýsingar um greiðanda samkvæmt þjóðskrá þar sem það á við. Slík uppfærsla er eingöngu framkvæmd í þeim tilfellum er bréf, send til greiðanda, komast ekki til skila og eru endursend til ISNIC.

Uppfærð umsóknareyðublöð verða sett á vef ISNIC innan skamms.

Upplýsingar um greiðanda hafa ekki verið skráðar í rétthafaskrá (whois gagnagrunni) hingað til. Þessu verður breytt fyrir 1. október 2002 og verður greiðandi tilgreindur fyrir hvert lén í stað tengiliðs greiðanda.

Þá verður tekin í notkun nýr vefur 1. október 2002 þar sem unnt verður að breyta upplýsingum um rétthafa, tengiliði og greiðanda um vef ISNIC.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin