6. okt. 2010

6. okt. 2010

Áframsending veffangs (Web forwarding) fyrir aukalén og IDN-lén

Nýleg þjónusta í ISNIC-kerfinu gerir rétthöfum .IS-léna kleift að vísa einu léni yfir á annað með svonefndri "Áframsendingu veffangs" (e. web forwarding). Algengt er að lén með séríslenskum stöfum (IDN-lén) séu sett í áframsendingu og látin vísa yfir á aðallénið. Sé IDN-lénið í eigu sömu kennitölu og aðallénið reiknast sjálfkrafa 90% afsláttur á árgjald þess. Áframsending veffangs er endurgjaldslaus þjónusta hjá ISNIC - þ.e.a.s. hún er innifalin í árgjaldi lénsins.
Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin