13. sep. 2002

13. sep. 2002

Breyting á vef ISNIC og umsóknareyðublaði

Um mánaðamótin september/október n.k. tekur nýtt umsóknareyðublað gildi. Megin breyting frá fyrri umsókn nær til greiðanda léns. Greiðandi léns kemur í stað þess sem áður var "tengiliður greiðanda".

Hlutverk greiðanda er að taka við tilkynningum/reikningum vegna léngjalda og ber hann jafnframt ábyrgð á greiðslu þeirra. Við skráningu á greiðanda er nafn hans skráð eins og það er í þjóðskrá hverju sinni. Ennfremur getur ISNIC uppfært aðrar upplýsingar um greiðanda samkvæmt þjóðskrá þar sem það á við. Slík uppfærsla er þó eingöngu framkvæmd í þeim tilfellum er bréf, send til greiðanda, komast ekki til skila og eru endursend til ISNIC.

Nýr vefur verður jafnframt tekinn í gagnið um þessi mánaðamót. Greiðandi verður tilgreindur fyrir hvert lén. Stjórnunarlegur tengiliður/tengiliður rétthafa getur nú breytt upplýsingum um rétthafa, tengiliði og greiðanda um vef ISNIC. Til að breyta upplýsingum þarf að tilgreina notandanafn og lykilorð. Notandanafn er skráð NIC-handfang stjórnunarlegs tengiliðs en lykilorði verður úthlutað hjá ISNIC. Notendanafn og lykilorð verða send í tölvupósti til stjórnunarlegra tengiliða áður en nýr vefur verður virkur.

Nýtt umsóknareyðublað er að finna á slóð:

https://www.isnic.is/is/whois/forms

Breytingar á umsóknareyðublaði eru þessar:

  1. Greiðandi kemur í stað "tengiliðs greiðanda". Jafnframt er skilyrði sett að greiðandi sé tilgreindur á umsókn ásamt viðeigandi upplýsingum.
  2. Tilgreina þarf Borg/Sveitarfélag hjá rétthafa/umsækjanda.
  3. Atriði "Umbeðið lén til vara" er fellt niður.
  4. Bætt hefur verið við möguleika á að tilgreina nafnaþjóna. Nú er unnt að tilgreina fjóra nafnaþjóna (vélarnöfn).

Breytingar/viðbætur á vef eru helstar þessar:

  1. Breyting. "Whois uppfletting:", leit í rétthafaskrá, reitur hægra megin á síðu hefur verið fjarlægður. Leit í rétthafaskrá (whois gagnagrunni) má nú framkvæma úr reit efst til hægri á síðu eða með því að velja "Rétthafaskrá/ISNIC" úr valmöguleikum vinsta megin á síðunni.
  2. Breyting. "Uppsetning rétt?", könnun á uppsetningu léns, reitur hægra megin á síðu hefur verið fjarlægður. Við könnun á uppsetningu léns er nú valið "Lén/Prófa uppsetningu" úr valmöguleikum vinstra megin á síðu.
  3. Viðbót. Unnt er að prófa uppsetningu nafnaþjóna með valkosti "Nafnaþjónar/Prófa uppsetningu" vinstra megin á síðu.
  4. Viðbót. Tengiliðir geta nú skráð sig á vefnum og fengið úthlutað NIC-handfangi um leið.
  5. Viðbót. Tengiliðir geta nú skráð sig inn með notandanafni (NIC-handfang) og lykilorði og breytt upplýsingum um sjálfa sig. Stjórnunarlegur tengiliður getur breytt upplýsingum um lén sem hann er skráður stjórnunarlegur tengiliðir fyrir að undanskildu: kennitölu léns, nafni rétthafa léns og nafnaþjónum léns.

Eftirfarandi er væntanlegt á vef ISNIC:

  1. Skráning léns um vefinn.
  2. Skráning nafnaþjóns um vefinn.
  3. Flutningur á léni (breyta nafnaþjónum).
  4. Greiðsla léngjalda um vefinn.
Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin