There was an error performing the search

Lénið er laust. Skrá lén

 ()
Skráning vottuð af ISNIC

 
Signað Ekki signað
Skráning vottuð af ISNIC

 

6. jún. 2011

IPv6 dagurinn 8. júní 2011

Miðvikudaginn 8. júní verður haldinn svokallaður IPv6-dagur (e. IPv6 DAY), en á þessum degi munu mörg fyrirtæki auglýsa IPv6-vistföng á þjónustu sína, þ.m.t vefþjónustu, póstþjónustu o.fl. Þetta er gert til að kanna áreiðanleika IPv6-tenginga viðskipavina fyrirtækjanna. Meðal þátttakenda verða stærstu netþjónustufyrirtæki heims, t.d. Google, YouTube, Facebook o.fl. sem vilja með IPv6-deginum fá upplýsingar um vandamál sem upp koma þegar IPv6-samskipti eru virkjuð fyrir lykilþjónustu.

IP-tala er heimilisfang þitt á netinu, t.d. 193.4.58.17. DNS kerfið (e. Domain Name System) sér um að kortleggja nöfn (t.d. lén) og tengja saman vefföng og IP-tölur þannig að ef t.d. www.isnic.is er slegið inn í vafra, skilar DNS kerfið 193.4.58.17 og samskiptin fara af stað. Nútímanetþjónusta er þannig upp byggð að ef ákveðin þjónusta hefur bæði IPv4- og IPv6-vistföng, er IPv6-vistfangið valið til samskipta, hafi viðskiptavinurinn aðgang að IPv6-nettengingu.

Lausar IPv4-tölur eru nú af skornum skammti og hefur í raun öllum verið úthlutað (hver heimsálfa á þó enn einhver IP-net til að úthluta til sinna þegna) hins vegar er útgáfa IPv6-talna rétt að hefjast. Heildarfjöldi talna í IPv4-kerfinu er 256^4 (eða 2 í 32. veldi) en heildarfjöldi IPv6 talna er 256^16 (eða 2 í 128. veldi). Minnstu skilgreindu undirnet IPv6-neta eru með 64 bita í nethluta og því 64 bita til að númera hvert tæki s.s. tölvu, fax, síma, leiðsögutæki, o.fl. nettengd tæki. Þessi undirnet rúma því allt IPv4-internetið í öðru veldi.

ISNIC hefur notað IPv6 í alllangan tíma og DNS kerfið hefur svarað IPv6-fyrirspurnum lengi. Hægt er að skrá nafnaþjóna með IPv6 IP-tölum, þar sem vefur ISNIC og póstkerfi svara fyrirspurnum á IPv6 tölur.

Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að prófa IPv6 og bendum á www.worldipv6day.org fyrir frekari upplýsingar um IPv6-daginn. Einnig má fá upplýsingar um hvort búast megi við tengivandræðum á Internetinu vegna IPv6 prófunarinnar með því að skoða ipv6eyechart.ripe.net  og test-ipv6.com.

Veftré
Fara upp