There was an error performing the search

Lénið er laust. Skrá lén

 ()
Skráning vottuð af ISNIC

 
Signað Ekki signað
Skráning vottuð af ISNIC

 

27. sep. 2011

Hvaða stafur er oftast fremstur í lénum?

Algengasti upphafsstafur orða í íslensku er stafurinn s. Það kemur því ekki á óvart að sá stafur kemur oftast fyrir sem fyrsti stafur í lénum. ISNIC hefur tekið saman saman súlurit  sem sýnir dreifingu fyrsta stafs í .is-lénum. Annað súlurit, á síðunni  "Tölulegar upplýsingar", sýnir dreifingu fjölda stafa í lénum.

Eins og súluritin sýna er langalgengast að .is-lén byrji á bókstafnum s, og séu 6-7 stafir að lengd. Næst koma bókstafirnir h, b, f og stafurinn a er fjórði algengasti upphafsstafur .is-léna.

Mjög sjaldgæft, þó ekki sjaldgæfast, er að .is-lén byrji á bókstafnum x, enda byrjar ekkert íslenskt orð á x. Lénið xa.is, lén Hægri-grænna, flokki fólksins er nýlegt dæmi slíkt lén. Lén stjórnmálaflokka sem einnig byrja á x, eru t.d.: xb.is lén Framsóknarflokksins, xd.is lén Sjálfstæðisflokksins, xe.is lén Framboðsfélags E-listans, xf.is lén Frjálslinda flokksins, xm.is lén Fólksins í bænum, xs.is lén Samfylkingarinnar og xv.is lén Vinstri-grænna.

Öllum er heimilt að leita að lénum í rétthafaskrá ISNIC og skoða skráningarskírteini .is-léna. Aðeins þarf að skrifa nafn lénsins ásamt .is-endingunni inn í leitargluggann efst til hægri hér á forsíðu ISNIC. Öryggisins vegna er fjöldi uppflettinga á klukkustund þó takmarkaður.

Veftré
Fara upp