1. nóv. 2011

1. nóv. 2011

Ný útgáfa af ISNIC reglum

Frétt þessi var áður birt 12.9.

Reglurnar um skráningu .is-léna (ISNIC reglurnar) voru endurritaðar frá grunni fyrr á þessu ári og þær uppfærðar til móts við raunverulegt (tæknilegt) fyrirkomulag lénaskráningarinnar. Ýmislegt í reglunum var orðið tæknilega úrelt, s.s. ákvæði um undirritun eyðublaða við ýmsar breytingar á skáningu léna, sem notendur sjá nú að mestu sjálfir um á ISNIC-vefnum.

Engar grundvallarbreytingar sem varða boð og bönn við skráningu léna voru gerðar. Einungis er um að ræða endurritun og málsfarsbreytingar, staðfærslu að nútímanum, eins og áður sagði, og nýja uppröðun reglnanna, ásamt reyndar nýjum lið sem fjallar um læsingu léna.

Viðskiptamenn ISNIC, og þjónustuaðilar og umboðsmenn sérstaklega, eru hvattir til að lesa nýju reglurnar yfir og senda ISNIC ábendingar. Þessi útgáfa reglnanna tók yfir eldri útgáfu þeirra 1. nóvember 2011.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin