11. apr. 2012

11. apr. 2012

Yfirfarið skráningu lénsins reglulega

Hinn svokallaði „whois“ leitargluggi (efst til hægri) er mikið þarfaþing. Með honum má finna allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi lénið s.s. nafn rétthafa þess, hvar það er vistað og NIC-auðkenni tengiliða lénsins. Ráð er að yfirfara skráningarupplýsingar lénsins reglulega og auka þannig öryggi lénsins. Fyrir kemur að lén þekktra aðila sem jafnvel standa að baki við mikilvægri þjónustu á netinu, renna út án þess að vilji rétthafans hafi staðið til slíks eingöngu vegna þess að skráningarupplýsingar lénins reyndust úreltar.

NIC-auðkennið er notendanafnið sem þarf til þess að skrá sig inn í ISNIC-kerfið, en eins og flestir vita þarf rétthafinn sjálfur (eða hans tengiliður) að sjá um breytingar á skráningu lénsins, t.d. ef skipta þarf um rétthafa og greiðanda. Allt er þetta gert í ISNIC-kerfinu. Fæstir muna lykilorðið sitt hjá ISNIC og þá gildir að smella á „Týnt lykilorð“ hér fyrir ofan, setja inn NIC-auðkennið og opna síðan tölvupóstinn sem berst frá ISNIC um hæl.

/jpj

 

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin