13. ágú. 2012

13. ágú. 2012

friendica.is - íslensk „facebook“?

ISNIC setti nýlega upp samfélagvef að hætti Facebook undir slóðinni friendica.is. Vefurinn er keyrður á opnum hugbúnaði sem heitir Friendica og er endurgjaldslaus.  ISNIC vill með þessu kynna íslenskum netnotendum stefnuna um „dreifða samfélagsmiðla“.  Kjarni hennar gengur út á það að notendur eigi sín eigin gögn og geti flutt þau á milli aðila, sem hver um sig leyfir tengingar þriðja aðila við sinn samfélagsþjón, en án þess gengi dæmið ekki upp.  Hver sá sem vill nota friendica getur sett upp og rekið eigin netþjón, keypt hýsingu eða notast við friendica.is eða annan álíka opinn vefþjón (sjá lista).

Þess má geta að Facebook, langstærsti samfélagsmiðillinn, lokaði fyrir tenginguna við Friendica í gær án þess að gefa á því skýringu.  Friendica leyfir á hinn bóginn tengingar við alla.

Sirrý á Rás2 bauð Axeli Tómassyni, forritara hjá ISNIC og aðalhvatamanni Friendica á Íslandi, í útvarpsþátt sinn í gærmorgun (sunnudag). Og eins og við manninn mælt þá þrefaldaðist notendafjöldinn í kjölfarið.  Engu að síður er íslenska Friendica-samfélagið mjög lítið, enn sem komið er, eða um 100 manns þegar þetta er skrifað.

/jpj

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin