There was an error performing the search

Lénið er laust. Skrá lén

 ()
Skráning vottuð af ISNIC

 
Signað Ekki signað
Skráning vottuð af ISNIC

 

18. nóv. 2012

25 ára skráningarafmæli punktur IS

Í dag, 18. nóvember eru nákvæmlega 25 ár frá því IANA úthlutaði höfuðléninu .is til Internets á Íslandi hf. (ISNIC), eða öllu heldur forrennara þess, Samtökum um upplýsinga- og rannsóknanet á Íslandi (SURIS), en skráningarskírteini höfuðlénsins má sjá hér.

ISNIC hefur þegar fært innlenda netsamfélaginu tvær gjafir á afmælisárinu; Nýja og fullkomna tölvuklukku (timeserver.is) sem allar innlendar tölvur og nettengd tæki geta tengst, og svo hefur félagið stækkað burðargetu internets-tengipunktins „Rix.is“ úr 1 Gb í 10Gb, en stækkunin er m.a. nauðsynleg forsenda fyrir almennri útbreiðslu sjónvarps á innlenda netinu. Eitt fyrirtæki, Símafélagið ehf., hefur þegar tengst Rix.is á 10 Gb.

Þriðja afmælisgjöf ISNIC til netsamfélagsins verður ritun sögu internetsins á Íslandi, sem áætlað er að komi út í bókarformi snemma ársins 2014, svona um það leyti sem .is lénin verða orðin 50.000 að tölu, en þau eru nú rúm 40.000. Þeir sem eiga í fórum sínum efni frá upphafsárum netsins á Íslandi eru góðfúslega beðnir um að hafa ISNIC í huga. Söguna ritar Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur.

Veftré
Fara upp