20. okt. 2003

Breytingar á reglum um skráningu og stjórnun léna

Settar hafa verið fram tillögur um breytingar á reglum um skráningu og stjórnun á léninu .is. Sjá nánari upplýsingar um þessar breytingar á póstlista ISNIC um lénamál.

Meginástæður breytinga eru þessar

  • Árleg léngjöld verða reikningsfærð á þann máta að eindagi greiðslu árgjalds miðast við afmælisdag lénsins. Reikningar verða sendir út tímanlega fyrir afmælisdag léns. Léni verður lokað hafi greiðsla ekki borist á eindaga. Breyting miðast við lén sem eiga afmæli eftir 31. desember 2003.
  • Opnað verður fyrir skráningu á lénum um vef ISNIC 1. janúar 2004. Skráning verður alfarið um vefinn frá þessum tíma og hætt verður að taka við umsóknum bréfleiðis eða um fax.
  • Flutningsgjald verður ekki innheimt eftir 1. janúar 2004 sé flutningur framkvæmdur um vef ISNIC.
  • Þann 1. júlí 2004 verður opnað fyrir skráningu léna sem innihalda séríslenska stafi.

Mismunandi er hvenær ætlað er að breytingar taka gildi. Sjá nánar hér.

Veftré
Fara upp