3. jan. 2013

3. jan. 2013

TCP/IP í 30 ár

Fyrir 30 árum, nánar tiltekið í fyrstu viku ársins 1983 var samskiptaaðferðin TCP (Transmission Control Protocol) tekinn í notkun á Netinu (sem þá hét ARPAnet). Þessi samskipti komu í stað NCP sem hafði verið notað frá stofnun netsins árið 1969.

Á þessum tíma voru ríflega 400 vélar tengdar netinu, en í dag er gróflega áætlaður fjöldi kominn yfir milljarð tækja (sjá Könnun ISC).  Internet á Íslandi hf. taldi lengi vel tæki sem skráð voru undir höfuðléninu .is. Þegar talningar hófust árið 1990 voru 14 tölvur skráðar hér á landi, en þegar þessum talningum var hætt (2010) voru tæp 300 þús tæki skráð. (Sjá tölulegar upplýsingar)

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin