18. mar. 2013

18. mar. 2013

Sjálfsafgreiðsla - ISNIC dregur úr handvirkri þjónustu við lén.

Vefþjónusta ISNIC er í eðli sínu sjálfsafgreiðsluþjónusta. Hvorki er „sótt um lén“ hjá ISNIC, né heldur „úthlutar ISNIC lénum“, eins og var fyrir rúmum 10 árum. Sá sem fær hugmynd að léni þarf sjálfur að skrá lénið hér á vef ISNIC án aðstoðar, eða með aðstoð hjá einhverjum af þjónustuaðilum" eða umboðsmönnum ISNIC.

Svokallaður „tengiliður rétthafa“ (þ.e.a.s. stjórnunarlegur tengiliður léns, sem oftast er rétthafinn sjálfur) er alltaf ábyrgur fyrir skráningu lénsins og breytingum. Öryggisins vegna hefur ISNIC ákveðið að skerpa á þessari ábyrgð með því að ljá eingöngu máls á að skipta um aðaltengiliðinn (tengilið rétthafa) en hætta að skipta um greiðanda léns og tæknilegan tengilið, enda er það meginhlutverk tengiliðs rétthafa að uppfæra skráningu léns. Þetta er gert til þess að þrýsta á tengilið rétthafa til að sinna hlutverki sínu gagnvart léninu og stuðla þannig að réttari og áreiðanlegri upplýsingum í rétthafaskrá ISNIC (Whois-skránni). 

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin