24. maí 2013

24. maí 2013

Stóraukin netumferð á 40 ára afmæli Ethernetsins

Ólíkt því sem margir halda er netið enginn unglingur. Á WikiPedia má lesa um Ethernet, að hugmyndin að samskiptaaðferðinni, sem netið hvílir á, var fyrst sett fram af Robert Metcalfe þann 22. maí 1973 eða fyrir fjörutíu árum síðan. 

Margir tæknimenn kannast við aðrar aðferðir og uppsetningar, t.d. á BNC og 10Base-T netum (gamla góða COAX), en Ethernet er nú undirlag nánast allra netsamskipta. Hraðinn á netinu eykst með hverju árinu og nú er ethernet keyrt yfir ljósleiðara á lengri leiðum.

Internet á Íslandi hf. (INTÍS) rekur RIX samtengipunktinn (Reykjavik Internet Exchange), sem er skiptistöð innlendra internetþjónustuaðila (ISP) þar sem þeir skiptast á IP-umferð sín í milli til þess að koma í veg fyrir að innlend netumferð flæði um útlandasamböndin með tilheyrandi kostnaði og töfum.

Stóraukin umferð um Rixinn (eins og hann er kallaður) undanfarna mánuði, er ágæt vísbending um mikla aukningu netnotkunarinnar innanlands. Undanfarið ár hefur umferðin vaxið um 50% og tvöfaldast undanfarnar vikur m.v. sama tíma fyrir ári. Umferðin yfir Rixinn er eins og áður segir innlend netumferð sem streymir á milli helstu netþjónustuaðila og þjónustuveitenda á Íslandi. Nokkrir mikilvægir aðilar að RIX hafa nýlega tífaldað samskiptahraða sinn úr 1GB í 10GB, en með slíkum uppfærslum er flöskuhálsum á netinu rutt úr vegi netnotendum til góðs. Helsta skýringin á stóraukninni netumferð sjónvarpsáhorf yfir internetið.

Finna má allskynns áhugaverðar upplýsingar og línurit yfir netumferð á Íslandi á www.rix.is. en Internet á Íslandi hf. (INTÍS) á rekur RIXinn án hagnaðarmarkmiðs, innlenda netinu til framdráttar. Einungis er hægt að tengjast Rixinum á tveimur stöðum; í Höfðatorgi við Katrínartún og í Tæknigarði við Dunhaga, hvorutveggja í Reykjavík.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin