2. júl. 2013

2. júl. 2013

Afþökkun pappírs

Internet á Íslandi hf. mun frá og með haustinu 2013 innheimta tvöhundruð króna póstburðar- og pappírsgjald vegna útprentaðra reikninga. Þeir sem hingað til hafa fengið reikninga senda með pósti, en vilja spara sér fyrirhugað gjald, geta nú „afþakkað pappír“ rafrænt undir liðnum „Mínar stillingar“ í vefþjónustu ISNIC.

Vefþjónusta ISNIC hefur tekið stakkaskiptum undanfarið með tilkomu rafrænna reikninga, yfirlita og inneignarkerfis, svo fátt eitt sé nefnt sem nú má finna á svæði notenda. Þess vegna er enn mikilvægara en áður að netföng rétthafa og greiðenda léna (netföng tengiliða) séu rétt skráð hjá ISNIC. Við hvetjum alla viðskiptavini til að skrá sig inn hér á isnic.is og yfirfara skráningu léna sinna og gera á þeim leiðréttingar ef þörf er á. Rangt skráð netfang tengiliðs (t.d. greiðanda) getur leitt til lokunar og jafnvel eyðingar á léni.

Þeir sem nota greiðslukort eru hvattir til að skrá lénin í „sjálfvirka endurnýjun“. Ríflega helmingur allra .is-léna er nú orðið endurnýjaður árlega með greiðslukorti og hefur sýnt sig að lén sem endurnýjuð eru með greiðslukorti eiga síður á hættu að gleymast og glatast.

Lén fela oft í sér verðmæt og eftirsóknarverð réttindi. Eydd lén eru samstundis laus til nýskráningar.

ISNIC

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin