4. nóv. 2013

4. nóv. 2013

DNSSEC virkjað á fyrsta lénið undir .is

Um miðjan dag í dag [4. nóv.] gafst viðskiptavinum ISNIC í fyrsta skipti kostur á að setja inn svo kallaðar DS færslur á lén sín undir .is-höfuðléninu og eins og við manninn mælt komu fyrstu færslurnar inn skömmu síðar! Þær eru nú komnar alla leið út á nafnaþjónana, en það var lénið tass.is sem fær heiðurinn af því að vera fyrsta lénið undir höfuðléninu .is sem er signað með DNSSEC. Lénin tass.is og secure.is eru, þegar þetta er ritað, komin með auðkennda keðju alla leið frá .is-rótinni.

DNSSEC-væðing .is er þar með orðin að veruleika.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin