2. jan. 2014

2. jan. 2014

Árstölur lénaskráningar ISNIC 2013

Nýskráð .is-lén hjá ISNIC árið 2013 voru 9.881 en 4.615 lénum var eytt. Nettófjölgun léna 2013 var því 5.266 lén móti 5.172 lénum 2012. Heildarfjöldi skráðra .is-léna í árslok 2013 var 46.742 móti 41.106 ári áður, sem þýðir tæplega 13% ársaukningu. Rúmlega 76% .is-léna eru skráð á innlenda aðila og eins og á undanförnum árum fjölgaði rétthöfum utan Íslands nokkuð hraðar en innlendum rétthöfum, en innlendir rétthafar voru skráðir fyrir um 80% allra .is-léna fyrir ári.

Nýútkomin árslénaskýrsla Centr.org 2013, samtaka lénaskráningarfyrirtækja, sýnir eftirfarandi tölur fyrir Norðurlandalénin, en landshöfuðlénið .is óx hlutfallslega mest þeirra á árinu 2013. Höfuðlénið .gl (Grænland) er ekki aðili að Centr.org, en þess má geta að það lén er vinsælt í héraðinu Galesíu á norð-vestur Spáni.

höfuðlén fjöldi des. ´13 nettóvöxtur
.is 46,768 12.93%
.fi 335,294 8.93%
.no 606,605 7.07%
.se 1,340,619 6.36%
.fo 3,150 3.62%
.dk 1,248,517

3.55%

Heimild: Member Statistics and Growth Report, December 2013. www.Centr.org.

 

 

 

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin