Sett hefur verið upp þjónusta á TCP porti 4343 á whois.isnic.is þar sem hægt er að athuga hvort lén sé þegar skráð.
Þjónustan tekur við lénnafni einu og sér á línu og skilar niðurstöðu ef lénið er skráð eða tilkynningu ef það er ekki skráð.
Fljótlega munum við svo setja upp aðgangstakmarkanir að whois.isnic.is porti 43 og uppflettingum á vefsvæði sem takmarka fjölda fyrirspurna á klst. en þær takmarkanir ná ekki yfir þessa nýju þjónustu.
Þeir sem eru nú að láta vefkerfi eða annað fletta upp í whois.isnic.is port 43 til að athuga tilvist léns verða því að breyta kerfum sínum til að nota port 4343 svo minni líkur séu á að lokað verði aðgangi frá kerfinu vegna of hraðra uppflettinga.
Ef einhverjar spurningar vakna er um að gera að hafa samband við hostmaster@isnic.is