5. jan. 2015

5. jan. 2015

Nú geta fleiri leyft sér að eiga mörg lén

Nýtt og lækkað árgjald léna er kr. 5.980 m. 24% vsk., eins og fram kom í frétt þann 11. des. sl. Útgáfudagur reiknings ræður því hvort vsk. er 25,5% (2014) eða 24,0% (2015).

Árgjald .is-léna hefur aldrei hækkað frá stofnun félagsins 1995, heldur lækkað nokkrum sinnum í gegnum tíðina. Nú er svo komið að raungildi árgjaldsins er aðeins um 18% af því verði sem var í gildi árið 1999, en þá var árgjaldið sem samsvarar kr. 33.450 á núgildandi verðlagi! Nú eiga fleiri og fleiri fyrirtæki og einstaklingar mörg lén.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin