11. feb. 2015

11. feb. 2015

Tölfræði 2014

Undir liðnum „Lén“ hér til hliðar er að finna hlekkinn „Tölulegar upplýsingar“. Þar má sjá fjölda nýskráðra og afskráðra léna, skífurit sem sýnir markaðshlutdeild hýsingaraðila og hversu mörg .is-lén þeir hýsa hver um sig, skiptingu rétthafa eftir bæjum innanlands og milli landa, ásamt mörgu öðru nytsamlegu stöffi.

50.786 .is-lén voru skráð í árslok, þar af 38.211 á Íslandi, 4.388 í Bandaríkjunum, 1.420 í Þýskalandi, 1.200 á Bretlandseyjum, 989 í Noregi, 606 í Svíþjóð, 550 í Danmörku, 409 í Hollandi, 388 í Sviss og 382 í Kanada. Um 26% .is-léna eru skráð í samtals 128 löndum utan Íslands.

Sé rýnt í tölurnar kemur í ljós að 9.733 lén voru nýskráð á árinu 2014 og 5.365 lénum var eytt. Nettófjölgun léna var því 4.417 lén, eða 9,5%, móti um 12% fjölgun árið 2013. Meðalaldur innlendra einstaklinga sem eiga lén er 44 ár og meðaljóninn er átta stafa langt og fimm ára gamalt lén.

Langstærsti hýsingaraðili .is-léna er 1984 ehf. sem er með um 15,2% hlutdeild, næst kemur Síminn með 4%, þá Vodafone og Nethönnun sem hvor um sig eru með um 2,35% hlutdeild í hýsingu á höfuðléninu .is. Nánari upplýsignar um vöxt og viðgang ".IS" má finna undir liðnum Tölulegar upplýsingar, sem uppfærður er daglega.

 

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin