11. maí 2015

11. maí 2015

Auknar skyldur samfara auknu öryggi .is léna.

Undanfarna mánuði hefur ISNIC innleitt breytingu á skráningarkerfi .is-léna sem gefur rétthöfum sjálfstæð réttindi til að sýsla með sín lén (til viðbótar við réttindi svokallaðs „tengiliðs rétthafa“). Sú breyting var gerð á síðasta ári að rétthafar léna urðu einnig tengiliðir, rétt eins og „tengiliðir rétthafa“, „greiðendur“ og „tæknilegir tengiliðir“ höfðu verið.

Fyrsta skrefið, sem nú er orðið virkt, leggur þá kröfu á herðar rétthafa léns að hann staðfesti einnig umskráningu léns yfir á annan rétthafa. Hvorutveggja rétthafinn og tengiliður hans (tengiliður rétthafa) fá nú sendan staðfestingarpóst og þurfa hér eftir báðir að smella á staðfestingarslóðina í póstinum til að umskráningin á léni gangi í gegn og verði staðfest. Er þetta gert til að auka enn á öryggi .is-léna og koma í veg fyrir að lén séu ranglega umskráð á annan rétthafa. Nauðsynleg forsenda fyrir því að rétthafi geti staðfest umkránigu er að hann sé með skráð netfang hjá ISNIC og sé virkur notandi. Hægt er að sjá NIC auðkenni (notendanafn) rétthafa með því að rita nafn lénsins í leitargluggann (WHOIS) efst á síðunni og virkja hann með því að velja „Týnt lykilorð“ í innskráningunni. Þá sendir ISNIC tölvupóst á netfangið með leiðbeiningum um næstu skref.

Í næstu viku [12. maí] munu svo rétthafar fá sömu völd og tengiliðir rétthafa til að breyta upplýsingum um lén og breyta uppsetningu þeirra, þar með talið að skipta um tengilið rétthafa ef svo ber undir. Sé ekkert netfang skráð á NIC-auðkenni rétthafans getur tengiliður rétthafa sett það inn, en eftir það getur hann ekki breytt NIC-auðkenni rétthafans.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin