1. júl. 2004

1. júl. 2004

Skráning IDN léna hafin

Þann 1. júlí 2004 byrjaði ISNIC að taka við skráningum lénnafna sem innihalda séríslenska stafi. Fram til 1. janúar 2005 hafa aðilar sem þegar hafa skráð lén forgang á skráningu léna með séríslenskum stöfum samanber bráðabirgðaákvæði 14 í reglum um úthlutun .IS léna.

Athuga ber að lén með séríslenska stafi hafa enn sem komið er mjög takmörkuð not. Ástæðan er sú að enn vantar stuðning við slík sértákn í almennan hugbúnað sem notendur nota við netsamskipti. Til dæmis er ekki hægt að nota séríslenska stafi í netföng og þar með erfiðleikum bundið að senda eða taka á móti tölvupósti ef séríslensk tákn koma fyrir í lénnafnshluta netfangs.

Segja má að spurning um íslenska stafi í lénanöfnum sé næstum jafngömul skráningu .IS léna hér á landi en skráning hófst árið 1986. Ekki var unnt að skrá lén með séríslenska stafi í nöfnum þar sem staðla um það hvernig það skyldi gert vantaði. Uppúr 1999 hófst vinna við slíka staðla á vegum IETF og lauk þeirri vinnu snemma árs 2003, með birtingu þriggja RFC staðla sem skilgreina hvernig tæknilega skuli staðið að þessari skráningu, (RFC3090, RFC3091 og RFC3092). Sem dæmi um skráningu léns með séríslenska stafi í nafni, þá hefur verið skráð lénið alþingi.is (xn--alingi-jza.is).

Umræður um útfærslu á því hvernig staðið verður að innleiðingu séríslenskra stafa fóru fram á póstlista ISNIC um lénamál í október 2003.

Nú þegar bjóða einstaka erlendir skráningaraðilar uppá skráningu léna með sértáknum, og fleiri munu bætast við á næstu mánuðum

Ef einhverjar spurningar vakna er um að gera að hafa samband við hostmaster@isnic.is

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin