25. jún. 2015

25. jún. 2015

Ný og uppfærð K-rót

ISNIC hefur um árabil lagt netsamfélaginu til hýsingu og vélbúnað fyrir eintak af K-rótinni svokölluðu (e. K-Root) endurgjaldslaust, en hún er einn af 13 aðalrótarnafnaþjónum internetsins. ISNIC hefur nú lokið við að endurnýja og virkja nýjan vélbúnað fyrir K-rótina, en hugbúnaðurinn er rekin af starfsmönnum RIPE. Kostun K-rótarinnar, ásamt rekstri á netmiðju Íslands (sjá rix.is) er samfélagslegt framlag ISNIC til innlenda netsins.

Rótarnafnaþjónarnir eru "stofn" DNS kerfisins, eða nk. hjarta internetsins. Þeir svara vélrænum fyrirspurnum um hvar nafnaþjónar höfuðlénanna, gTLD og ccTLD (almenn- og landalén) eiga heima. Höfuðnafnaþjónarnir svara síðan fyrirspurnum um hvar nafnaþjónar einstakra léna, undirléna (t.d. lén viðskiptavina ISNIC) er að finna á netinu. K-rótarnafnaþjónninn er, eins og 12 bræður hans, speglaður víða um heim og með því að hafa eintak af honum á Íslandi tryggir ISNIC landsmönnum stuttan svartíma og aukið rekstraröryggi fyrir innlenda notendur netsins. 

ISNIC rekur aðalnafnaþjón .is-höfuðlénsins og er hann speglaður, t.d. af RHNet og nokkrum erlendum aðilum. Einum þeirra er svo einnig speglað vítt og breitt um heiminn á svipaðan hátt og rótarþjónunum er speglað (e. Anycast). Þetta er gert  til að tryggja að .is-lén finnst hratt og örugglega allsstaðar þar sem hægt er að komast í netsamband.

Hægt er að sjá hvaða nafnaþjónar standa á bakvið .is höfuðlénið með *nix skipuninni : dig is ns.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin