4. des. 2015

4. des. 2015

Enn auðveldara að nýskrá .is-lén.

Skáning á .is-léni fyrir byrjendur (fyrir nýja viðskiptamenn) hefur verið einfölduð þannig að nýskráning tengiliðs (e. Sign Up) og nýskráning léns (e. Domain Registration) er nú í einni samfellu og í fjórum skrefum í stað fimm áður.

Fyrir breytinguna þurfti fyrst að nýskrá sig og fá notendanafn (svokallað NIC-auðkenni - e. username) hjá ISNIC, áður en hægt var að skrá lén. Nýja leiðin er einfaldari og fljótlegri, sérstaklega fyrir nýja viðskiptamenn. Prófið nýju lénaskráninguna með því að skrifa nafn nýja lénsins inn í stóra leitargluggann undir jólasveininum, hér á forsíðu ISNIC.

Gangi ykkur vel og gleðilega aðventu.

ISNIC

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin