30. jan. 2017

30. jan. 2017

Yfir 10.000 lén skráð 2016

10.324 ný lén voru skráð undir .is-svæðinu (e. .is-Zone) á nýliðnu ári og er 2016 annað árið í röð sem nýskráningar eru fleiri en 10.000 innan ársins.

Af rúmlega 30.000 viðskiptamönnum ISNIC eru um 8.100 búsettir utan Íslands, flestir í USA (9%) næstflestir í Þýskalandi (3%) um 2% búa í Noregi og álíka margir á Bretlandseyjum. Um 54% innlendra rétthafa eru skráðir í Reykjavík, 10% í Kópavogi, 7% í Hafnarfirði og 4% á Akureyri og í Garðabæ. ISNIC hefur lagt nokkra áherslu á sölu til erlendra aðila undanfarin ár þar sem dregir hefur smátt og smátt úr innlendum vexti af eðlilegum ástæðum.

.is-lénum fjölgaði um 8.2% á árinu 2016, sem er samdráttur um einn prósentupunkt frá árinu 2015. Heildarfjöldi virkra .is-léna náði 60.000 í nóvember 2016.

Markaðshlutdeild ISNIC innanlands er um 39.7% skv. talningum Centr.org í okt. 2016. Þá eru talin lén allra höfuðléna með heimilisfang skráð á Íslandi. Í dag, 30. janúar, eru 60.862 virk .is lén skráð og um 73% þeirra eru með heimilisfang á Íslandi, eða um 44.429 lén, sem þýðir (m.v. 39% markaðshlutdeild .is móti öllum öðrum höfuðlénum) að tæplega 114.000 lén eru með skráð heimilisfang á Íslandi um þessar mundir.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin