Árlegur fundur lénaskráningafyrirtækja Norðurlandanna, Nordic Registry Meeting, verður að þessu sinni haldinn hjá ISNIC og fer fram dagana 7. og 8. september. Um 25 manns sækja fundinn f.h. höfuðlénanna 6 sem eru: .fi (Finnland) .se (Svíþjóð) .dk (Danmörk) .fo (Færeyjar) .no (Noregur) og .is (Ísland). Fundur þessi var síðast haldinn á Íslandi árið 2011, hann hefur tvisvar sinnum verið haldin í Færeyjum og einu sinni á Svalbarða! Á honum stilla starfsmenn og stjórnendur saman strengi sína og skiptast á upplýsingum um hvernig best verði staðið að rekstri landshöfuðléns og umsýslu lénaskráninga. Sérlegur gestur fundarins kemur frá Kanada (.ca).