11. sep. 2018

11. sep. 2018

Verðhækkun á IDN-lénum

Árgjald fylgi-léna með afslætti, þ.e.a.s. léna sem innihalda séríslenska stafi (svokölluð IDN-lén, e. internationalized domain name) þar sem sami rétthafi (sama kennitala) á fyrir samsvarandi venjulegt lén með enskum lágstöfum, hefur verið hækkað úr kr. 1.000 á ári í kr. 2.000, eða um 100%. Ástæða hækkunarinnar er að gamla gjaldið, sem hafði staðið óbreytt frá því IDN-lén komu fyrst til sögunnar, fyrir um 14 árum, stóð ekki lengur undir kostnaði við rekstur þeirra og gerir það reyndar ekki enn (kostnaður pr. lén hjá ISNIC 2017 var um kr. 2.850 fyrir fjármagnsliði).

Eftir sem áður kosta IDN-lén sama og venjuleg lén, eða kr. 5.980, þ.e.a.s. fyrir þá sem ekki eiga fyrir samsvarandi lén með enskum lágstöfum (venjulegt lén) og hafa ekki íslenska kennitölu. Þessi jákvæða mismunun í verðskrá ISNIC var sett inn á sínum tíma til þess að sporna við því að þeir sem ekki eiga samsvarandi venjulegt lén fyrir skrái IDN lénið eingöngu. ISNIC stefnir að því að afnema þessa reglu smátt og smátt á næstu árum, enda er hún barn síns tíma og felur í sér mismunun (þótt jákvæð sé).  Öll IDN lén verða þá á sama verði á venjuleg lén, enda eru þau í engu öðruvísi, tæknilega séð.

Áfram verður frítt að setja IDN-lén (og venjuleg lén) í áframsendingu (e. web forwarding) hjá ISNIC og vísa þeim yfir á önnur lén, sem er einmitt vinsæl þjónusta fyrir IDN-lén, sem er þá vísað sjálfkrafa á venjulega lénið.

ISNIC hvetur viðskiptamenn til þess að skrá IDN-lén móti samsvarandi venjulega léninu og nota rétt stafsett lén í auglýsingum á netinu, í prentuðum miðlum, á skiltum og á ökutækjum. Afkárlegt getur verið að sjá prentað lénsheiti, sem er án séríslenskra stafa sbr. t.d. 'suzukibilar.is' í stað 'suzukibílar.is', hvar komman skiptir höfuðmáli. Eitt frægasta séríslenska lénið er án efa 'Tæki.is', sem reglulega sést á auglýsingaskiltum á íþróttakappleikjum og á tækjum rétthafans út um allt.

 

 

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin