24. jan. 2019

24. jan. 2019

Tímaþjóni ISNIC lokað tímabundið

Annar af tveimur tímaþjónum ISNIC, time0.ntp.is hefur verið tekinn úr umferð tímabundið. Unnið er að því að koma upp öðrum í hans stað, en ekki er hægt að segja hvenær það verður. time1.ntp.is er áfram í notkun, en hann er stratum 2, ekki stratum 1 eins og time0.ntp.is var, sem þýðir að hann fær tímann frá öðrum tímaþjónum, ekki GPS kerfinu eins og time0 gerði.

Séu menn að nota time0.ntp.is beint til að stilla klukkur í sínum tækjum er bent á að nota frekar þjóna frá pool.ntp.org, https://www.pool.ntp.org/zone/is

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin