12. jún. 2020

12. jún. 2020

Styttri símatími í júlí

Vegna sumarfría starfsmanna ISNIC verður símatími í júlí styttur um tvær klukkustundir og verður síminn opinn frá 09:00 - 14:00 í stað til klukkan 16:00 virka daga. Við minnum á að hægt er að framkvæma allar nauðsynlegar aðgerðir á lénum í gegnum vefþjónustuna okkar, innskráður inn á auðkenni viðeigandi tengiliðar. Hægt er að endurnýja lén með greiðslukorti á vef ISNIC.

Hér má sjá leiðbeiningar fyrir innskáningu. Bendum á að auðvelt er að skrá sig inn með Íslyklinum og rafrænu auðkenni.

Við hvetjum viðskiptavini til þess að leita svara við spurningum um lén o.fl. undir Spurt&Svarað. Einnig er hægt að spjalla við starfsfólk okkar í Svarboxinu og svo svörum við auðvitað tölvupóstum sem berast á isnic@isnic.is eins fljótt og auðið er.

Gleðilegt sumarfrí :)

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin