1. okt. 2020

1. okt. 2020

Góður gangur í nýskráningum léna

Líkt og eftir „hrunið“ 2008 hefur verið ágætur gangur í nýskráningum léna á þessu ári og einnig hafa afskráningar léna ekki aukist (amk ekki enn sem komið er) líkt og við óttuðumst.

Fjöldi nýskráðra léna í nýliðnum september er 1188 lén móti 1128 í sept 2019. Fjöldi afmáðra (eyddra) léna reyndist 665 lén móti 619 í fyrra og því er nettóaukningin í september heldur meiri nú en í fyrra, eða 523 lén móti 509. Fjölgun léna með innlent heimilisfang í september nam 404 lénum, móti 119 lénum með erlent heimilisfang.

Nýskráning léns er oft fyrsti vísirinn af einhverju sem koma skal og ágæt aukning nýskráninga léna sýnir að margir eru með sitthvað á prjónunum þrátt fyrir allt.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin