26. feb. 2021

26. feb. 2021

Árgjald léna hækkar í fyrsta sinn.

Stjórn ISNIC samþykkti á fundi sínum 25.2.2021 tillögu framkvæmdastjóra um að hækka árgjald léna um 310 krónur og erlenda verðskrá léna um tvær evrur. Eftir hækkunina verður árgjald léns ISK 6.293, með 24% virðisaukaskatti og EUR 31.90, án skatts, til aðila búsettra erlendis.

Árgjald .is-léna hefur aldrei áður hækkað, heldur hefur það lækkað nokkrum sinnum frá því fyrst var farið að skrá lén um árið 1990. Síðast lækkaði árgjaldið árið 2014 og þá um kr. 1.000 – úr 6.980 í kr. 5.980. Árið 2008 kostaði hins vegar kr. 12.450 að nýskrá lén, en í desember það ár var stofngjaldið, kr. 4.450.- aflagt. Hækkun árgjaldsins nú er hins vegar nauðsynleg til að halda í við mikla hækkun rekstrarkostnaðar, einkum launakostnaðar, sem hefur hækkað gríðarlega á sl. sex árum, eða um rúmlega 42% skv. Hagstofu Íslands*

Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri.

*Launavísitala starfsmanna á almennum vinnumarkaði: Janúar 2015: 74,3. Janúar 2021: 106,0.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin