27. nóv. 2007

27. nóv. 2007

Sendi beiðni með GSM síma í stað þess að faxa

INTÍS hefur hingað til nær eingöngu fengið undirritaðar beiðnir sendar með faxi. Ragna Marteinssdóttir, grafískur hönnuður, brá á það ráð í gær að ljósmynda beiðni til INTÍS með GSM símanum sínum og senda okkur hana í tölvupósti. Þetta er auðvitað jafngildur sendingarmáti og fax, og myndin kom ekki síður vel út en faxið. Fjölmargir eiga síma sem hægt er að senda myndir úr með tölvupósti, en faxtækin virðast á undanhaldi. Þarna hefur ofangreind Ragna Marteinsdóttir fundið leið, sem ætti að henta mörgum í samskiptum við ISNIC. Þökk sé henni fyrir það!

Kveðja, skrifstofa Internets á Íslandi hf. (INTÍS)

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin