5. maí 2021

5. maí 2021

Fyrsta 100G tengingin við RIX

Í gær var fyrsta 100 Gbps tengingingin við RIX virkjuð, en það er Ríkisútvarpið, RÚV, sem tengdist á 100 Gbps sambandi við tengipunktinn í „Múla hótel“ við Ármúla. Þetta er merkur áfangi fyrir gæði (hraða) innlendrar netumferðar.

Án efa munu fleiri 100 gígabita tengingar verða virkjaðar á næstunni, enda eykst þörfin fyrir meiri bandvídd eftir því sem miðlun efnis á borð við sjónvarpsefni og kvikmyndir færist í auknum mæli yfir á Internetið.

RIX er skiptistöð íslenskra internetþjónustuaðila, þar sem þeir skiptast á IP umferð sín í milli og koma þannig í veg fyrir að innlend netumferð flæði að óþörfu um útlandasambönd með tilheyrandi töfum og kostnaði. Sjá nánar á rix.is.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin