21. des. 2007

21. des. 2007

20.000 lén á 20 ára afmæli Internetsins

Fjöldi virkra .is léna náði 20.000 þann 29. nóvember sl. Fjöldinn er síbreytilegur frá einum tíma til annars. Hann eykst með nýskráningum og minnkar með afskráningum, eða þegar lénum er lokað. "Tuttuguþúsundasta lénið" var tengt kl. 10:05:06 þennan dag. Lénið reyndist vera bott.is. Rétthafi þess er B. Ott. ehf, Ytri Hólma 1 Akranesi. Rétthafinn, sem er Brynjólfur bóndi á Ytri Hólma, fékk sendan blómvönd og konfektkassa af tilefninu.

Svo skemmtilega vill til að lénafjöldinn náði þessum áfanga um svipað leyti og Internetið á Íslandi telst eiga tuttugu ára afmæli. Frumkvöðlarnir sem unnu að því að koma Internetinu á laggirnar hér á landi á sínum tíma, þ.á.m. Maríus Ólafsson netstjóri Internets á Íslandi hf (INTÍS) eru sammála um að þetta hafi verið seint um haustið 1987. Þá voru fyrstu "pakkarnir" (tölvupóstur) sendir milli tölva hér á landi og yfir hafið með því fyrirbæri sem síðar fékk nafnið "Internetið". Fyrirtækið hefur í tilefni þessara tímamóta ákveðið að ráða sagnfræðing til þess að skrifa sögu Internetsins á Íslandi.

Starfsfólk Internets á Íslandi hf. óskar landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar og þakkar samskiptin á árinu sem er að líða. Skrifstofa INTÍS er opin milli jóla og nýárs eins og venjulega.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin