30. júl. 2021

30. júl. 2021

Vinnsla stöðvaðist

Úrvinnsla léna í biðröð stöðvaðist vegna villu frá klukkan 14:25, í dag 29. júlí, þar til klukkan 10:10 í morgun.

Ástæða þessa var að samtímis var unnið að viðgerð á öðru kerfislegu vandamáli, sem upp hafði komið, og vegna mannlegra mistaka var villan í biðröðinni fyrst löguð í morgun, þrátt fyrir að eftirlitskerfið hefði bent á hana þegar hún kom upp. Vandamálið var þá umsvifalaust leyst og vann kerfið eftir það snöfurmannlega úr öllum málum sem hrannast höfðu upp í biðröðinni.

Afar sjalfgjæft er – sem betur fer – að tvær óskildar hugbúnaðarvillur dúkki upp samtímis.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa haft í för með sér fyrir viðskiptavini.

ISNIC

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin