18. okt. 2021

18. okt. 2021

Teljari.is og Svarbox loka um áramót.

Eftir áralanga þjónustu er komið að leiðarlokum. Teljari.is® (eða Samræmd vefmæling) byrjaði að telja og birta umferð á vefsíðum vikulega í maí 2001 á www.veflistinn.is, og netspjallið Svarbox® hóf göngu sína sumarið 2004. Hvorttveggja var framleitt af Modernus ehf., sem sameinaðist inn í Internet á Íslandi hf. árið 2007.

Báðum ofangreindum hugbúnaðarþjónustunum, vefmælingunni og netspjallinu, verður lokað um næstu áramót. Þær verða í gangi fram á Gamlársdag, svo notendur geti brugðist við, en engir frekari reikningar munu berast viðskiptamönnum. Síðasti útgáfudagur reikninga var 30. september sl.

Athugið að fjarlægja þarf kóðana út af vefjum sem innihalda þá, svo ekki komi til truflunar þegar þjónustunni verður lokað, sem verður á hádegi föstudaginn 31. desember 2021.

Starfsmenn og stjórn þakka kærlega fyrir viðskiptin undanfarin 20 ár. Gangi ykkur vel.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin