21. feb. 2022

21. feb. 2022

.is DNSSEC flutningur

Í dag var .is-höfuðlénið flutt yfir á nýjar vélar sem sjá um að signa DNSSEC.
Flutningurinn hefur verið í undirbúningi hjá ISNIC í meira en ár og ferlið prófað vel áður en hann var framkvæmdur.

Helsta breytingin er sú að núna sjá tvær vélar um að signa .is, ein aðalvél og önnur til vara. Ef aðalvélin getur af einhverjum völdum ekki signað lénið, þá er einfalt að skipta yfir á varavélina og halda áfram að uppfæra .is-lénið. Dulkóðunarlyklarnir sem signa .is eru stöðugt afritaðir frá aðalvél á varavél, þannig að notendur sjá enga breytingu þó varavél taki við og signi .is-lénið.

Nýju vélarnar keyra Knot DNS sem gefið er út af vinum okkar hjá cz.nic sem sjá um að reka .cz. En þess má geta að sérstakt samband hefur myndast milli ISNIC og CZNIC með gagnkvæmum heimsóknum starfsmanna.
Gamla vélin keyrði OpenDNSSEC hugbúnað og hefur hún signað .is síðan DNSSEC var fyrst innleitt árið 2013.


Með breytingunni var skipt úr 2048 og 1024 bita RSA lyklum yfir í 4096 og 2048 bita RSA lykla.
Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin