24. nóv. 2022

24. nóv. 2022

Töf á úrvinnslu léna

Vegna uppfærslu á afgreiðsluhugbúnaði ISNIC stoppaði úrvinnsla á stöðu léna kl. 18:40 í gær.

Prófun á hugbúnaði fyrir uppfærslu fann ekki villuna. Eftirlitskerfi létu vita af villu en talið var að villan hefði ekki sú áhrif sem hún hafði í raun.

Starfsfólk ISNIC komu ekki auga á alvarleika villunar fyrr en kl. 14:57 í dag og kl. 15:25 var búið að laga villuna og úrvinnsla á stöðu léna komin í lag á ný.

Unnið er að því að laga próf og eftirlit til að minnka líkurnar á að þetta gerist aftur.

Beðist er velvirðingar á þessu.
Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin