17. jan. 2023

17. jan. 2023

Bilun hjá Rapyd við greiðslu með nýjum kortum

Bilun hefur komið upp í greiðslukerfi Rapyd við greiðslu á lénum með nýjum greiðslukortum á isnic.is. Enn er hægt að greiða árgjöld með kortum sem eru nú þegar vistuð í kortageymslu. Einnig er hægt að endurnýja lén með því að greiða útgefnar kröfur í heimabanka. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu ISNIC ef villa kemur upp við greiðslu á léni.

Við erum að vinna að lausn á vandamálinu með Rapyd og munum senda út tilkynningu þegar bilunin hefur verið löguð.

Við afsökum óþægindin sem þetta kann að valda og þökkum þolinmæðina.

Starfsfólk ISNIC

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin