7. mar. 2023

7. mar. 2023

Varist svikalén með því að skrá þau

Líkindalén, blekkingarlén, veiðilén og svikalén (e. typo squatting, URL hijacking, and phising domain).

Þeir sem reka mikilvæga þjónustu á netinu ættu ávallt að huga að fleiri en einni útgáfu af léni sem vísar í heiti þjónustunnar, vöru eða nafn fyrirtækisins. Þetta á sérstaklega við ef heitið inniheldur keimlíka stafi sem auðvelt er að ruglast á. Dæmi: I og i, samhverfurnar b og d, t og f, p og q o.fl.

Frægt dæmi er þegar sjóræningaútgáfa af heimasíðu íslensku Lögreglunnar var sett á vefinn undir blekkingarléninu „logregian.is“. Gott dæmi um svokallaða hindrandi lénaskráningu er lénið arionbankl.is (með elli í endann) sem er skráð af bankanum til að auka netöryggi viðskiptavina arionbanki.is.

Stafirnir „ell“ og „i“ eru keimlíkir og því oft notaðir í blekkingarlén og mannlegt auga getur átt erfitt með að átta sig á muninum.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin