6. jún. 2023

6. jún. 2023

Nú er hægt að skrá mörg lén í einu!

Loksins er hægt að skrá mörg lén í einu! Breytingin gerir kaupendum léna kleift að skrá lén með og án séríslenskra stafa á einn og sama reikninginn, og virkja þannig afsláttinn sem fæst við skráningu léns með séríslenskum staf.

Við hvetjum viðskiptavini til að skrifa nafn léns sem þeir hafa áhuga á í leitargluggann á forsíðu isnic.is, smella á „Skrá lén“ og prófa að bæta við fleiri lénum í körfuna. Afsláttur fyrir séríslensk lén virkjast sjálfkrafa í körfunni – ef samsvarandi lén, án séríslenskra stafa, er þegar í körfunni. Prófið, sjón er sögu ríkari!

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin