26. jún. 2023

26. jún. 2023

Nú hægt að endurnýja mörg lén í einu!

Í byrjun þessa mánaðar greindum við frá því að hægt væri að skrá mörg .is lén í einu á einn reikning. Við tókum verkefnið skrefinu lengra. Nú er hægt að endurnýja mörg lén í einu á einn og sama reikninginn.

Þegar lén er endurnýjað í gegnum „Mína síðu“ á isnic.is, fer lénið nú beint körfu þar sem viðskiptavinurinn getur bætt fleiri lénum til að endurnýja við í körfuna. Í næsta skrefi velur viðskiptavinurinn greiðslumáta og fær einn reikning fyrir árgjaldi allra léna í körfunni.

Breytingin hjálpar sérstaklega viðskiptavinum með mörg skráð lén, þar sem þeir geta nú endurnýjað öll sín lén á sama tíma með einni greiðslu, óháð gjalddaga lénanna. Breytingin einfaldar endurnýjunarferlið og tryggir skilvirka stjórnun og aukna yfirsýn lénaskráninga.

Kær kveðja, ISNIC

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin