17. ágú. 2023

17. ágú. 2023

Verðbreyting

Lénagjöld hækkuðu í dag um 496 krónur og árgjald léna fyrir erlenda aðila um 3 evrur. Eftir hækkunina verður árgjaldið ISK 6.789, með 24% virðisaukaskatti og EUR 34,90, án skatts, til aðila utan Íslands.

Árgjald .is léna hækkaði í fyrsta sinn í sögu félagsins í febrúar 2021, þá úr ISK 5.980 í ISK 6.293. Frá síðustu verðbreytingu hefur verðlag hækkað um 20,8% skv. verðlagsreiknivél Hagstofu Íslands, hækkun ISNIC er 7.88%. Nettófjölgun léna stendur ekki undir hækkandi rekstrarkostnaði félagsins og því er verðbreytingin nauðsynleg.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin