6. mar. 2024

6. mar. 2024

ICANN fundar með íslenska Internetsamfélaginu

ICANN fundar með íslenska Internetsamfélaginu dagana 12.-14. mars n.k. á skrifstofu ISNIC að Katrínartúni 2, 18. hæð.

Þriðjudaginn 12. mars verður fundur fyrir aðila íslenska Internetsamfélagsins þar sem flutt verða erindi frá ýmsum innlendum og erlendum aðilum, m.a. starfsmönnum ICANN.

Þá verður haldið DNSSEC námskeið í boði ICANN dagana 13.-14. mars. Enn eru nokkur laus sæti á námskeiðið. Athuga skal að námskeiðið er aðeins ætlað aðilum sem uppfylla tæknilegar kröfur sem finna má í dagskrá fundarins.

Nánari upplýsingar og dagskrá fundarins má finna á vef ICANN.

Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin