ISNIC er nú stoltur meðlimur í TLD ISAC, samstarfsvettvangi fyrir skráningarstofur í Evrópu til að deila upplýsingum um netöryggismál, samhæfa viðbrögð gegn netógnum, miðla rauntímaupplýsingum um árásir, auk þess að gefa út handbækur og leiðbeiningar um staðlaða verkferla í netöryggismálum. Aðildin styrkir stöðu ISNIC í netöryggismálum og gerir okkur kleift að taka virkan þátt í samstarfi og samvinnu með öðrum evrópskum skráningarstofum.
Nánar má lesa um inngöngu ISNIC í samtökin á vef European TLD ISAC.