1. des. 2025

1. des. 2025

Gleðilegan fullveldisdag

ISNIC óskar öllum landsmönnum öllum til hamingju með fullveldisdaginn. Á þessum degi, 1. desember 1918, varð Ísland fullvalda ríki þegar Sambandslögin tóku gildi milli Íslands og Danmerkur. Lögin fjölluðu um samband Íslands og Danmerkur, þar sem fram kom viðurkenning Danmerkur á því að Ísland væri frjálst og fullvalda ríki.

Við hjá ISNIC erum stolt af okkar hlutverki sem skráningarstofa landshöfuðléns Íslands og þökkum landsmönnum fyrir traustið sem þeir sýna .is léninu ár eftir ár. Gleðilegan fullveldisdag!