Oct 10, 2008

Oct 10, 2008

Lærðu á ISNIC og skráðu þitt eigið lén

Allir sem eiga lén, eða vilja eignast lén ættu að "læra á ISNIC".
Hér er eru nokkur atriði varðandi ISNIC-kerfið:

"Whois"-leitarglugginn er efst til hægri á isnic.is. Skráið lénið þar inn.
Skráningarskírteini allra léna sem enda á .is finnst í "Whois". Finnist lénið ekki í "Who-is" er hægt að sækja um það. Allir sem vilja skrá lén verða að hafa NIC-auðkenni (notendanafn) hjá ISNIC.Hér er umsóknarformið fyrir NIC-auðkennið. NIC-auðkennið veitir aðgang að skráningarkerfi ISNIC og kostar ekkert. Athugið að "tengiliður rétthafa" hefur full og ótakmörkuð umráð yfir léninu.
Hann getur t.d. framselt það til þriðja aðila. Því skyldi rétthafi (eigandi) lénsins
að öllu jöfnu vera sami aðilinn og tengiliður rétthafa.

Gangi ykkur vel,

kveðja, ISNIC

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received