Dec 22, 2012

Dec 22, 2012

Gleðileg jól gott og farsælt komandi ár

Starfsfólk Internets á Íslandi hf (ISNIC) óskar viðskiptamönnum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökkum fyrir árið sem er að líða. Skrifstofa ISNIC verður opin virku dagana milli jóla og nýárs, en lokuð á gamlársdag. Skrifstofan opnar svo aftur með krafti annan janúar 2013.

-------------------------

Það er gott að stofna lén fyrir áramót!

Þekkt er að stofndagur og ártal léns (aldur þess) skiptir máli, t.d. varðandi leitarvélar, og eldri lén eru þannig séð „verðmætari“ en yngri. Því kann að skipta máli að skrá lén áður en árið er úti.

Ef þú hefur ekki skráð lén áður þarftu fyrst að skrá þig hér til að öðlast aðgang að vefþjónustu ISNIC. Skráning léns er á allra færi. Biðsvæði er frí þjónusta og sjálfvalin í nýskráningu léns. Sé greitt með greiðslukorti líða mest 20 mínútur þar til lénið er orðið virkt. Næsta skref er að koma léninu í hýsingu hjá skráðum þjónustuaðilum ISNIC, eða setja nýja lénið tímabundið í áframsendingu t.d. blog- eða Andlitssíðu (Facebooksíðu).

Notkun persónulegs léns fyrir tölvupóst fer sífellt vaxandi, en gott og traust netfang (E-mail) er lykilatriði varðandi trúverðugleika í netviðskiptum. Ár eftir ár hefur .is-lénið mælst meðal traustustu og best upp settu höfuðléna í heimi eins og sjá má á bls. 13 í nýjustu skýrslu McAfee.

 

Leave a message and we will reply as soon as we can.
1+3:

Message received