There was an error performing the search

Lénið er laust. Skrá lén

 ()
Skráning vottuð af ISNIC

 
Signað Ekki signað
Skráning vottuð af ISNIC

 

Athugaðu að sumar aðgerðir eru óaðgengilegar, nema kveikt sé á Javascript.

Fréttir

24. jan. 2019 - Tímaþjóni ISNIC lokað tímabundið

Tímaþjóni ISNIC lokað tímabundið

Annar af tveimur tímaþjónum ISNIC, time0.ntp.is hefur verið tekinn úr umferð tímabundið. Unnið er að því að koma upp öðrum í hans stað, en ekki er hægt að segja hvenær það verður. time1.ntp.is er áfram í notkun, en hann er stratum 2, ekki stratum 1 eins og time0.ntp.is var, sem þýðir að hann fær tímann frá öðrum tímaþjónum, ekki GPS kerfinu eins og time0 gerði.

Séu menn að nota time0.ntp.is beint til að stilla klukkur í sínum tækjum er bent á að nota frekar þjóna frá pool.ntp.org, https://www.pool.ntp.org/zone/is

18. okt. 2018 - Sorglegur dómur Hæstaréttar

Sorglegur dómur Hæstaréttar

Hæstiréttur Íslands hefur talað. Löglegt er að leggja lögbann lén og fyrirskipa internetþjónustum  að stöðva eða hindra aðgang viðskiptavina sinna að tilgreindum lénum – án þess að viðkomandi þjónustuaðili komi nálægt hýsingu vefjanna sem tengjast viðkomandi lénum! Sækjanda málsins, STEF, hlýtur að vera skemmt. Hér er komið langþráð fordæmi fyrir þessi alræmdu samtök að vísa í. ISNIC er ekki beinn aðli máls, en hefur stutt fjárhagslega við bakið á netfyrirtækjunum tveimur, sem ákváðu að áfrýja þessu fáránlega lögbanni.

Athygli vekur að ekkert af stóru netþjónustufyrirtækjunum þremur tók þátt í áfrýjunni, enda eru þau smátt og smátt að breytast í sjónvarpsstöðvar. ISNIC bendir dómurum Hæstaréttar góðfúslega á að internetþjónusta, sem ekki hýsir tilgreinda vefi í málinu sem hér var dæmt í, „miðlar“ ekki efni þeirra til viðskiptavina sinna. ISNIC heldur því fram að dómurinn sé byggður á vanþekkingu á eðli grunninnviða netsins. Dóm Hæstaréttar má finna hér

 

12. sep. 2018 - Mánaðargjöld RIX hækka verulega

Mánaðargjöld RIX hækka verulega

Verðskrá RIX.is (Reykjavík Internet Exchange) var hækkuð verulega um síðustu mánaðamót skv. ákvörðun stjórnar. Flestar tengingar hækka um fjórðung af hundraði, en stofngjöld minna. Reyndar lækkuðu þau verulega við síðustu verðbreytingu, sem var fyrir um fimm árum síðan. Miklar hækkanir á rafmagni, húsaleigu og launum undanfarin ár skýra hækkunina fyllilega, en þó dugir hún vart til. Eftir sem áður er verðskrá RIX.is mun lægri en hjá samskonar þjónustuveitendum á meginlandi Evrópu.

Sjá verðskrá RIX 

RIX er skiptistöð innlendra internetþjónustuaðila, þar sem þeir skiptast á IP umferð sín í milli og koma þannig í veg fyrir að innlend netumferð flæði um útlandasambönd, með tilheyrandi töfum og kostnaði fyrir alla.

11. sep. 2018 - Verðhækkun á IDN-lénum

Verðhækkun á IDN-lénum

Árgjald fylgi-léna með afslætti, þ.e.a.s. léna sem innihalda séríslenska stafi (svokölluð IDN-lén, e. internationalized domain name) þar sem sami rétthafi (sama kennitala) á fyrir samsvarandi venjulegt lén með enskum lágstöfum, hefur verið hækkað úr kr. 1.000 á ári í kr. 2.000, eða um 100%. Ástæða hækkunarinnar er að gamla gjaldið, sem hafði staðið óbreytt frá því IDN-lén komu fyrst til sögunnar, fyrir um 14 árum, stóð ekki lengur undir kostnaði við rekstur þeirra og gerir það reyndar ekki enn (kostnaður pr. lén hjá ISNIC 2017 var um kr. 2.850 fyrir fjármagnsliði).

Eftir sem áður kosta IDN-lén sama og venjuleg lén, eða kr. 5.980, þ.e.a.s. fyrir þá sem ekki eiga fyrir samsvarandi lén með enskum lágstöfum (venjulegt lén) og hafa ekki íslenska kennitölu. Þessi jákvæða mismunun í verðskrá ISNIC var sett inn á sínum tíma til þess að sporna við því að þeir sem ekki eiga samsvarandi venjulegt lén fyrir skrái IDN lénið eingöngu. ISNIC stefnir að því að afnema þessa reglu smátt og smátt á næstu árum, enda er hún barn síns tíma og felur í sér mismunun (þótt jákvæð sé).  Öll IDN lén verða þá á sama verði á venjuleg lén, enda eru þau í engu öðruvísi, tæknilega séð.

Áfram verður frítt að setja IDN-lén (og venjuleg lén) í áframsendingu (e. web forwarding) hjá ISNIC og vísa þeim yfir á önnur lén, sem er einmitt vinsæl þjónusta fyrir IDN-lén, sem er þá vísað sjálfkrafa á venjulega lénið.

ISNIC hvetur viðskiptamenn til þess að skrá IDN-lén móti samsvarandi venjulega léninu og nota rétt stafsett lén í auglýsingum á netinu, í prentuðum miðlum, á skiltum og á ökutækjum. Afkárlegt getur verið að sjá prentað lénsheiti, sem er án séríslenskra stafa sbr. t.d. 'suzukibilar.is' í stað 'suzukibílar.is', hvar komman skiptir höfuðmáli. Eitt frægasta séríslenska lénið er án efa 'Tæki.is', sem reglulega sést á auglýsingaskiltum á íþróttakappleikjum og á tækjum rétthafans út um allt.

 

 

22. ágú. 2018 - Íslenskt netspjall í sókn

Íslenskt netspjall í sókn

Sífellt fleiri vefir bjóða notendum sínum upp á bein samskipti við fulltrúa í gegnum svonefnt netspjall

Internet á Íslandi hefur frá árinu 2007, er hugbúnaðarfyrirtækið Modernus sameinaðist félaginu, selt og þróað netspjallið Svarbox®, sem fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa notað frá árinu 2004 er hugbúnaðurinn kom fyrst fram.

Nýlega var gefin út ný útgáfa af Svarbox® og nú er spjallglugginn, sem birtist á vef notenda, eins og hjá flestum erlendum keppinautum (sjá spjallhnappinn neðarl. hægra megin). Auk þess inniheldur nýja útgáfan frítt vefspjall fyrir einyrkja og félög, sem komast af með 1 þjónustufulltrúa. Þá er verðskrá íslenska netspjallsins lægri en hjá helsta keppinautinum þótt hún hafi nýlega verið hækkuð! 

Gjörið svo vel og kynnið ykkur íslenska netpjallið Svarbox® á vef Modernus

 

Skráning .is léna

ISNIC - Internet á Íslandi hf. sér um skráningu léna undir landsléninu .is. Allar beiðnir um skráningu berast ISNIC, þó sótt sé um lénið hjá umboðsmanni eða þjónustuaðila ISNIC. Sjá lista yfir þjónustuaðila / umboðsmenn

Meginreglan við skráningu léna er "fyrstur kemur fyrstur fær". Í henni felst að ekki er hægt að taka frá hugmynd að léni. Sá sem óskar eftir léni þarf því að skrá lénið og greiða árgjald, 5.980 kr. til að öðlast rétt til þess.

Veftré