2. mar. 2023

2. mar. 2023

Vefur ISNIC niðri

Í dag á milli 09:30-10:05 var vefur ISNIC og tengdar þjónustur (whois, rdap, epp, póstur, sími) niðri. Verið var að gera breytingu á netrúter, en vararúter átti að sjá um netumferð á meðan. Villa í vararúter gerði það að verkum að netumferð til og frá tækjasal ISNIC í Katrínartúni lá niðri. Verið er að leita leiða til að koma í veg fyrir að svona villa geri vart við sig aftur. DNS þjónusta fyrir .is lén var sem áður ekki fyrir áhrifum, enda þjónustuð af netþjónunum um víða veröld.
Skildu eftir skilaboð og við munum hafa samband næsta virka dag.
1+3:

Skilaboð móttekin